hefði einhver sagt mér fyrir ári síðan að ég myndi heimsækja danmörku tvisvar á sex mánuðum hefði ég hlegið í opið geðið á viðkomandi....
sá hlær best sem seinast hlær, segja vitringarnir víst...hmmm...
Ég held að yndislegt sem og nokkrar myndir ná kannski að fanga rómantíkin sem sveif yfir vötnum íslandsbryggju um helgina....

það er bara eitthvað við þann sem stillir vekjaraklukkuna ekstra snemma til að geta vakið mann með kossi og súkkulaðimjólk og nýbökuðu croissant....
bleikur rósarvöndur tók á móti mér... (ég held að við höfum sært blygðunarkennd rósanna og því lutu þær höfði...)
þar sem ég og hr.dani erum bæði komin af kokkum er ekki úr vegi að við eyðum okkar "dirty talk" í að tala um mat....við skelltum okkur í Fields, ólíkt því sem margir myndu halda, þá kom ég ekki út með peysu og þrjá boli, neinei, við keyptum hreindýrakjöt, villisveppi, jarðaber, kampavín og súkkulaði.... namminamminamm....
hr.dani sá um kjötið og bökuðu kartöflurnar og ég tók að mér salatið og aðstoð í smökkun sósunnar...og auðvitað að gera kósí við mataborðið, skenkja kamapvíni og súkkulaðihúða jarðaberin....
en við gerðum meira en bara að borða... (þó að það hafi óneitanlega verið stór partur af ferðinni..mmmm....)

(og tveir mjög klístraðir burstar við hliðana á)
við skelltum okkur í brunch á Estegade og fannst alveg tilvalið að kíkja í butikkerne sem á þeirri götu er að finna...þæ virtust allar hafa sameiginlega þema....kynlíf þ.e.,.
eftir um klst skoðunartúr í einni slíkri eðalverslun vakti ýmislegt undrun mína og þó nokkrar pælingar um notagildi....til dæmis sáum við.....
*dildó á stærð og þyngd á við nýfætt barn
*hnefa með áfastri hendi...til hvers brugs, ég bara spyr?
*svipur af öllum stærðum og gerðum
*saklausu gúmmiöndina sem maður tekur með sér í bað nema þessi var með víbarndi gogg og stél
*butt plug sem var jafn stórt og bæði brjóstin mín til samans
*art deco víbrator
*vindsæng með gati fyrir vininn sem á stóð -great for honeymoons...-
(ath ef svo er...never getting married!!)
jæja, við ákváðum að skella okkur á latexið, hæfilega skemmtilegt fyrir nýjungagjarnar ævintýramanneskjur...
eftir hreint yndislegt kvöld og með maga fulla af hreindýri og kampavíni þá voru málingarburstarnir teknir upp...
ekki beint rembrandt..eða picasso..eða erró...eða kjarval...
kannski gaughin..og þó....
við skemmtum okkur konunglega við að mála hvort annað..
ég endaði í "topp" sem ég gæti svo svarið að ég hef séð í sumarlínu Gucci og hr.dani endaði..tja.. ég veit ekki hvað skal segja.. það var eitthvað fyndið við að gera rautt bindi, a hjarta s og köflótt vesti yfir loðnu bringuna hans...hmmm...
ekki svo góð pæling þegar latexið fór að þorna...
latexið varð frekar stammt og ekki eins skemmtilegt viðkomu eftir að það var þurrt þannig að við ákváðum að nú væri gott að enda málingarsessionið og gera alveg eins og stóð á pakkanum -just tears off...-
stamt-hár-húð-teygjast...
ég sá glitta í tár í augnkrókinum hans þegar hann fór að hreyfa sig og stamt latex-ið fór að toga í hárin.... hægt og rólegt vax session í boði sigríðar :)
ég reyndar engdist um af hlátri við það að reyna toga af honum húðina og hárin með... það er nefnilega hægt að toga latex góða 15 cm út í lotið áður en það losnar frá líkamanum...
greyið stráknum var ekki skemmt.
hvað gera strákar þegar stelpur hlæja að þeim og benda?
þeir hefna sín.
hann fór að toga latexið af mér.
sko, nú er ég ekki loðinn á bringunni þannig að það var ekkert svo hræðilegt en þegar hann fór að taka af maganum.... æ karamba!
fokk hvað það var fokkans sárt!!!
þá hætti ég að hlæja.
eftir góðan hálftíma af húðtogi hafði okkur tekist að lita parketið með rauðum doppóttum latex flyksum...gaman að því.
hann greyið var orðinn eldrauður á bringunni og ég hótaði að myrða hann á 101 mismunandi vegu ef hann snerti á mér magann....
-then wash off with soap and water..-
stundum borgar það sig að lesa allar leiðbeiningarnar!!
við fórum beinustu leið í heita sturtu og tveimur lítrum af sápu og klst af skrúbbi vorum við latex frí!
það sem þessi greyið typpi þurfa að ganga í gegnum með smokkana...þetta er rosalegt ;)
nú erum við (og vonandi þú) reynslunni ríkari..
gaman að leika sér með latex en muna bara að það festist í hárum og þvæst af með mikilli sápu og miklu skrúbbi.... en því verður ekki neitað... þetta leit bara nokkuð vel út..
svona svipað og sílikona brjóst... looks great but feels like shit....
en já....
mjög gaman í kúri og dekri hjá hr.dana...
eiginlega bara alveg....
yndislegt....
áfram með rómantísku smásöguna mína og dagdrauma og sæta danann minn...
eitt hérna.......
*hvað ætlar fólk að gera í sumar????????
hej hej
siggadögg
-sem langar á War of the Words með sinfó-
3 ummæli:
hahaha - shit hvað maður var druuuuuukkin n á laugardaginn greinilega...var alveg geðveikt að spá í því hvað við hefðum verið að tala um og mundi eftir einhverri krassandi sögu en augljóslega ekki einu sinni 90% af smáatriðunum!!! hehe...ánægð með ykkur! gleymdi að skila kveðju til herrans í gær þannig að þú verður bara að skila kveðju til mín og segja að mér hafi fundist íbúðin mjög fín (var að drífa mig svo mikið að mér fannst ég greinilega ekki hafa tíma til að skila kveðju frá þér eða hrósa íbúðarmálum...fáviti). En sé þig soon elskan og sendi þér myndina ;)
úúúúú.. Siggi!!
Sjisse hvað þetta hefur verið yndisleg ferð, burtséð frá latex-vaxinu góða!
ég er eins og þú veist brjáluð og frekar pissed útí lið fyrir að kommenta ekki á mig. Þú ert þegar búin að gera það, svo þú ert stikkfrí!! Fuss.. annað hvort les ENGINN siðuna mína ég vil eiginlega frekar halda það, heldur en að fólk hafi engar skoðanir á jafn viðurstyggilegum glæp og ofbeldi gegn börnum er!!!
iss piss.. farin að lesa crap í persónuleikasálfr. Farðu vel með þig sæta og bleble þangað til á morgun!
sunnsjæn, stundum veit fólk bara ekki hvað það á að segja og hugsar ekki út í svona hluti fyrr en það eignast stelpu og þarf svo að hugsa lengra en nefið á sér! en ef þú kíkir á bloggið hennar jónu minnar þá sérðu að þar eru svipaðar pælingar í gangi...
en já, er í vinnusálfræðinni og að sofna..zzzz.....
síjú á morgun
Skrifa ummæli